Free Photo Albums from Bravenet.com Free Photo Albums from Bravenet.com

Linda -30kg

þriðjudagur, september 14, 2004

Er að fara að flytja..aftur :)

Jæja þá. Ég er að fara að flytja heim til íslands núna í lok óktóber og hlakka mikið til :) :)
Ég er búin að vera mjög, mjög löt að skrifa og mjög löt í góðu og réttu mataræði ;( því vér og miður.
Hvort ég sé hætt að blogga er ég ekki alveg viss með....það veðrur bara að koma í ljós.
En þið hin hafið það bara sem allra best og ég hugsa til ykkar :) ;)
Þangað til næst, farvel !!!

þriðjudagur, ágúst 17, 2004

Mánudagur :)

Hef ekkert mikið að segja fyrir utan það að ég er búin að svindla mikið og hef ekkert farið á vigtina, þori því ekki en stundum gleymi ég þvi.
Dagurinn var svona!
Morgunm: 2 rúgbrauð með létta og osti. Eitt glas iste.
Hádegism: Hálfa skál af jógúrt með cheerios útí og 2 gulrætur.
Kaffi: 2 rúgbrauð með túnfisksalati og vatn.
Kvöldm: Kalkúnabringa með 2 kartöflum með smjöri. Grænmeti, maisstöngul og 2 glös pepsi max.
Ég var svo södd og þung á mér allan daginn séstaklega eftir rúgbrauðið með salatinu en það er svo gott. Ég er ekki vön að kaupa mikið af salati, kannski 1-2 annan hvern mánuð. En það er nauðsynlegt að fá sér svoleiðis, stundum :) Drakk mikið af vatni og iste. Mér finnst þetta iste vera þungt i magan, bæði svalar það þorstanum og það er ágætt að fá sér eitt glas af þvi og fylla smá magann heldur en eitthvað óhollt að borða. Bæbæ :)

sunnudagur, ágúst 15, 2004

Ekki hætt að blogga!!!

Helló. Nei, ég er ekki hætt að blogga. Bara hef ekki nent því undanfarið. Búið að vera heitt hérna hjá manni og svo er ég´búin að láta aðra hluti ganga fyrir. Byrja á morgun á fullu þangað til að gestirnir koma, þá held ég að ég bloggi ekki eins mikið, fer í smá sumarfrí að skrifa en ekki í mataræði eða hreyfingu.
Bæbæ í bili :)

föstudagur, ágúst 06, 2004

Fimmtudagur :)

Þá er fimmtudagur búinn og hann var ágætur. Það erú búinir 2 mánuðir af þessu átaki og ég er bara búin að missa 2 kíló. Gott að missa einhver kíló, en 2 kiló eru ekki svo mikið, en það er bara sjálfum mér að kenna, er ekki búin að vera nógu dugleg.
Svona var dagurinn.
Morgunm: Eitt rúgbrauð með létta og kalkúnaáleggi, eitt epli og hálft glas djús.
Hádegism: 2 hrökkbrauð með létta og osti.
kaffi: Eina gulrótsbollu með hvítlauksost.
Kvöldm: Lasagna og pepsi max.

Búin að drekka mikið af pepsi max og vatni, eitthvað rosalega þyrst.
Fékk mér ekki mikið á diskinn í kvöldmatnum, ábyggilega út af gulrótsbollunni sem ég fékk mér seinnipartinn og hún dugði. Ég var líka orðin dálitið svöng seinna um kvöldið og fék mér smá popp og pepsi max. Ég passaði mig á því að borða ekki allt of mikið af poppi.
Þetta er ekkert smá fljótt að líða, vikan að verða búin!!! Ég held að ég mun ekki ná þessum 8kílóum fyrir 29 september......verð bara að standa mig vel. Mun líklega halda eitthvað smá partý og þá langar manni kannski að kaupa einhverja flik....já, ég held að ég geri það bara, stefni að því...þá kannski gerist eitthvað og mun heppnat, þó svo að 8 kiló fari ekki en eitthvað í áttina :) Bæbæ .........

miðvikudagur, ágúst 04, 2004

Miðvikudagur :)

Miðvikudagur er senn á enda og bara sjálf vikan, ekkert smá fljótt að líða. Dagurinn í dag var svona lala, búið að vera mjög heitt og maður er búin að sturta mikið í sig vökva.
Dagurinn var svona.
Morgunm: Ein skál af kelloggs special með léttmjólk.
Morgunkaffi: Ein rúgbrauðsneið með létta og kalkúnaáleggi.
Hádegism: 2 hrökkbrauð með létta og osti, eitt epli.
Siðdegi: Sjavarma (tortilla pönnukaka með kjöti, salati og hvítlauk. Dr pepper.
Einn ís og powerade.
Kvöldm: barnapizza með kjúlla, bacon og ananas.

Það var svo heitt að ég þráði svo í ís.....ég bara varð og það var rosa gott. Drakk lika mikið af vatni. En mér finnst ég hafa verið uppþemmd í dag út af öllum þessum vökva en stundum er ekki nóg að fá bara vatn, svalar ekki alltaf þorstanum. Svo elska ég Dr pepper...rosa góður :)
Jæja, ég ætla að fara að borða pizzuna, og kannski drekk ég bara vatn með henni...bæbæ.

Þriðjudagur :)

Þá er þriðjudagur búinn og hann var svo sem ágætur, drakk ágætlega mikið af vatni og leið bara vel, þetta var ekki svona "þungur dagur" eins og kemur stundum fyrir.
Svona var dagurinn.
Morgunm: 2 ristabrauðsneiðar með létta og osti og eitt glas sykurlaus djús. Eitt epli.
Hádegism: Eitt rugbrauð með létta og kalkúnaáleggi, ein sneið af formköku og eitt glas mjólk.
Kvöldm: Einn og hálf grilluð piparsteik með 2 kartöflum og salati. Eitt og hálft glas diet kók.
Um kvöldið fékk ég mér 3 kex með kastala ost, rifsberjageli og vinber.
Var eitthvað svo svöng um kvöldið svo að osturinn freistaði mín eitthvað. Skrýtið að stundum með grillmat að það kemur fyrir að maður verður svangur um kvöldið , sérstaklega ef að maður borðar snemma, eins og með fiskinn, en ég var eiginlegas ekkert svöng í fyrradag þegar ég fékk mér fisk, sem er ábyggilega fyrsta skipti að það gerist eftir fisk.
Fór ekkert út að labba, er búin að vera löt með það að gera....var komin á svo gott skrið að fara í smá göngu á hverjumn degi. Markmið mitt í þessari viku er að byrja að fara aftur út að labba.En það er stundum bara svo leiðinlegt að fara ein. Ég á einn ellefu mánaða og fer alltaf með hann, ern það er ekki beint hægt að tala við hann...ef þið vitið hvað ég á við :) Það er búið að vera frábært veður í dk núna, sól og mjög heitt og vonandi að það standist, allavega fram í byrjun september :)
Jæja, dúllurnar mínar,hafið það gott í dag, eins og alla aðra daga :) Bæjó......

mánudagur, ágúst 02, 2004

Fínn dagur í dag :)

Jæja, mánudagurinn senn á enda og bara búinn að vera fínn dagur.
Svona var dagurinn.
Morgunm: ein skál kelloggs special með léttmjólk.
Hádegism: eplapæ með ís, fékk mér einu sinni diskinn (afgangur siðan í gær) eitt glas diet kók.
Kaffi: 2 ristabrauð með létta og osti, eitt epli og eitt glas djús.
Kvöldm: Ýsa með 2 kartöflum, 2 rúgbrauð með létta, eitt glas mjólk og eitt glas diet kók.
Drakk ekki mikið af vatni og fann fyrir því miðað við hvað það er búið að vera heitt og mikið vökvatap, er einmitt að drekka vatn núna og er að verða búin með einn litir og mér finnst ótrúlegt að ég sé ekki orðin svöng eftir fiskinn, borðaði um hálf sjö og kl er að verða tiu, því maður verður oftast mjög svangur fljótt eftir fisk, því miður....
Ég verð líka að setja mér markmið, er búin að setja mér eitt stutt markmið, það er, að missa 8 kíló fyrir 29 september því þá verð ég 25 ára, en það gerist ekki ef ég verð ekki duglegri...en þið sparkið bara í mig ef ég stend mig ekki :) Bless, bless í bili.

Ný vika byrjuð :)

Jæja þá, þá er ný vika byrjuð og helgin búin en hún var ekkert svo agaleg og ég ætla ekki að skrifa hana. Hafði nammidag í gær, hafði smá kaffi svo að það var borðað smá af köku og eplapæ og svoleiðis. Vigtaði mig á laugardaginn og er ennþá bara í 98 kg, haggast ekkert, ég er í raun og veru ekkert hissa, er búin að svindla og er ekki búin að vera beint dugleg og öguð við sjálfan mig, en einhvernveginn finnst mér að þessi vika verði allt örðuvisi, kannski út af því að það eru að koma gestir til okkar í águst. Tengdaforeldrar minir koma 18 ágúst og verða í viku svo liklega kemur frænka min í lok ágúst og þá verður gert eitthvað með gestunum, hlakka mikið til. En þetta með vigtina, verð að fara að breyta þessu, sjá hana fara niður. Ég er samt fegin að hún fór ekki upp, og þurfa að bögglast við að losna við fleiri kíló.Held að ég verði bara að fá mér digital vigt, svo að þetta verði nákvæmara :)
Jæja, hafið það gott. Bless , bless í bili ;)

föstudagur, júlí 30, 2004

Föstudagur :)

Þá er föstudagurinn á enda og búinn að vera ágætur. Búin að drekka mikið af vatni og finn strax mun, vatn er svo gott. Fór út í smá göngu í dag, geggjað verður í dag, rosalega heitt.
Svona var dagurinn.
Morgunm: Hálf skál af jógúrti (1,3%) með kelloggs special út í.
Morgunkaffi: Rúnstykki með létta og osti.
Hádegism: 2 brauð með kjúklingaáleggi og eitt glas djús.
Hádegism: Pizza með skinku og ananas og 2 glös diet kók.
Var rosalega sodd eftir pizzuna, 9" pissa meira en nóg. Hef alltaf panta mér barnapizzu og held að ég geri það næst, alveg nóg. Hef ekkert meira að segja, er alveg blank. Hafið það rosalega gott um helgina....cia :)

Fimmtudagur og allt að koma...vonandi :)

Vikan er á enda og hún var ekki eins góð og ég hefði viljað, en vonandi læri ég af mistökunum. Betra seint en aldrei :) Svona var dagurinn.
Morgunm: Ein skál kelloggs special með léttmjólk.
Morgunkaffi: 2 gulrætur.
Hádegism: 2 ristabrauð með létta og osti og eitt glas sykurlaus djús.
Kvöldm: Ein og hálf kjúklingabringa með bacon, frönskum, sósu (9% sýrður rjómi, salt og pipar, hvítlaukur og sletta af sítrónusafa. 2 glös af diet kók.
Kvöldk: Fórum í bíó og þá var fengið sér popp og diet kók, og smá bland í poka,ca 10 stk.
Það fæst sykurlaust nammi í bíóinu en ég fékk mér ekki svoleiðis og sá eftir því.
Bless kex.